Samfélagsmiðillinn Instagram er frábær til þess að fá innblástur þegar kemur að förðun, læra eitt og annað eða bara dást að hæfileikum og sköpun annarra. Aragrúi er af hæfileikaríku fólki úr förðunarbransanum inni á Instagram og þessa þrjá er vel þess virði að kíkja á:
Linda Hallberg (lindahallbergs) er sænsk og stórt nafn í heimalandi sínu sem og víðar. Á Instagram deilir hún flottri förðun og myndum úr sínu daglega lífi.
Mario Deduvanovic (makeupbymario) er einn helsti förðunarfræðingur Kardashian-systranna og fylgir þeim yfirleitt við hvert fótmál og birtir reglulega myndir af þeim „á bak við tjöldin“.
Patrick Starrr (patrickstarrr) er virkilega hæfileikaríkur og skemmtilegur. Af honum má læra ansi margt og fyrir áhugasama má einnig finna hann á YouTube.
Sir John B (sirjohnofficial) er maðurinn á bak við lýtalaust andlit söngkonunnar Beyoncé eins og hún birtist okkur á síðum tímarita eða á tónleikum. Leikkonan Margot Robbie er einnig einn af fastakúnnum hans og gaman að sjá hvað þessi hæfileikaríki maður er að bauka hverju sinni.
Rose Shock (roseshock) er 21 árs gömul stúlka sem býr í Helsinki á Finnlandi. Samkvæmt Rose er hún ekki lærð förðunarfræðingur en myndirnar sem hún birtir eru vægast sagt ótrúlegar og ættu geta veitt öllum innblástur.
Lisa Eldridge (lisaeldridgemakeup) er einn eftirsóttasti förðunarfræðingur í heimi og listrænn stjórnandi hjá Lancôme. Lisa ferðast mikið, farðar allar frægustu stjörnurnar og má læra heilmikið af henni.
Linda Gradin (lindagradinmakeup) er sænskur förðunarfræðingur sem sýnir bæði náttúrulegar farðanir og svo frumlegar. Eins kynnir hún og mælir með förðunarvörum, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Lindu.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.