Foreldrarnir Linda og Ian Williams héldu að þau hefðu tekið upplýsta ákvörðun um það að bólusetja ekki börn sín. Eftir að sonur þeirra lenti upp á spítala með stífkrampa áttuðu þau sig á því að þau höfðu gert stór mistök.
“Mistökin sem við gerðum var að vanmeta sjúkdóminn, stífkrampa og ofmeta hugsanlegar aukaverkanir af stífkrampasprautunni!” Segir Ian, sem talar nú opinberlega um erfiðu reynslu fjölskyldunnar í þeim tilgangi að vara aðra foreldra við og fræða fólk um þær hættur sem geta fylgt því að bólusetja ekki börn sín.
Byrjaði með því að drengurinn fékk sár
Þetta byrjaði allt saman þegar Alijah, 7 ára, fékk smá sár á fótinn á sér í Desember 2012. Foreldrar hans héldu nú að það væri ekkert alvarlegt enda bara lítið sár. Nokkrum dögum seinna fékk hann þó önnur einkenni, samdrátt í andlitsvöðvum og nokkrum dögum eftir byrjaði hann að fá slæma krampa í allt andlitið. Drengurinn þoldi miklar kvalir segja foreldrar hans.
Greindur með stífkrampa
Eftir að hafa legið í 24 tíma á spítala greindu læknar drenginn með stífkrampa og hann fór strax á gjörgæslu. Faðir hans minnist þessa tíma með skelfingu og segir:
“Þetta er hræðilegt, þú ert með sársauka í öllum líkamanum. Þú hefur enga stjórn á þér fyrir krömpunum. Þetta er eins og að fá krampa allsstaðar í líkamann, líka í andlitið. Þeir eru svo miklir að kjálkinn læsist.”
Stífkrampi er alvarleg sýking sem orsakast af bakteríu sem nefnist Clostridium tetani. Þegar bakterían berst í sár framleiðir hún eitur sem leggst á miðtaugakerfi manna, veldur stífleika og krömpum sem geta verið lífshættulegir. Hér á landi eru börn almennt bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 4ra og 14 ára aldur.
Drengurinn varð svo veikur að það þurfti að svæfa drenginn í um þrjár vikur meðan hann jafnaði sig. Drengnum leið svo illa að talið var betra að halda honum sofandi. Það þurfti að setja túpu í hálsinn á honum svo hann gæti andað.
Foreldrarnir ákváðu að bólusetja börn sín ekki.
Foreldrar unga drengsins eiga tvö önnur börn, níu ára strák og tveggja ára stelpu og Ian, faðir barnanna segir að foreldrarnir hafi lesið sér til um bólusetningar sjálf og ákveðið í framhaldi að bólusetja ekki börn sín. Faðirinn segir að konan sín hafi verið mikið á móti bólusetningum. Foreldrarnir eru menntaðir, faðirinn er með gráðu í vísindum og móðirin er ljósmóðir.
Faðirinn segir:
“Ef þú googlar bólusetningar færðu upp allskonar greinar þar sem þú færð neikvæða og jákvæða gagnrýni. Þú ferð að lesa alla gallana við bólusetningar samkvæmt þessum síðum og þetta fer að hafa áhrif á ákvörðun þína.” Hann sagði að hann hefði orðið fyrir áhrifum af sögum frá fólki sem sagði að bólusetningar væru tengdar við einhverfu barna. Og að bólusetningar væru einungis ætlaðar fyrir lyfjafyrirtækin til að hagnast á.
“Það er til hellingur af áróðurssíðum og það er auðvelt að láta hræðsluáróður hafa áhrif á sig. Strax og læknarnir sögðu mér að sonur okkar væri með stífkrampa létum við bólusetja hin börnin okkar, fyrir öllum barnasjúkdómum.”
Við gerðum mistök, við vanmátum sjúkdómana
Foreldrarnir hafa tekið þá ákvörðun að koma fram opinberlega með sitt mál í þeim tilgangi að vara foreldra við. Það eru, eins og þau segja fjöldinn allur af misvísandi upplýsingum á netinu um bólusetningar og mikilvægt er að ræða við heilbrigðisstarfsfólk.
Foreldrarnir segja við aðra foreldra:
“Það vill enginn skaða börnin sín, það vildum við ekki, en besta rannsóknin sem þú gerir er að ræða við lækna og heilbrigðisstarfsfólk um bólusetningar. Þú munt komast að því að flestir tala með bólusetningum og af hverju ætli það sé?”
“Læknar og heilbrigðisstarfsfólk eru ekki á móti bólusetningum vegna þess að þær eru nauðsynlegar. Þegar þú hefur upplifað það að sjá barn með þessa sjúkdóma sérðu að þeir eru hræðilegir, börn deyja úr þessum sjúkdómum. Þá er auðvelt að taka ákvörðun.”
Hann segir að mistökin sem þau hjónin hafi gert voru að vanmeta sjúkdóminn og ofmeta hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningunni.
Syninum er að batna.
Syni þeirra var haldið sofandi í þrjár vikur. Sex mánuðum síðan atvikið átti sér stað er drengurinn enn í bataferlinu en gengur vel. Læknar fóru að minnka lyfjagjöfina og taugarnar fóru að lagast. Drengurinn þurfti að læra að labba og borða upp á nýtt. Hann er með ör á hálsinum eftir túbuna sem hann þurfti til að anda en faðir hans segir að það sé lítið gjald. 10% af öllu fólki sem fær stífkrampa deyr. Er það ekki 10 prósentum of mikið þegar það kemur að börnunum okkar?
Heimild: Landlæknisembættið og abc.net.au