Fáránlega fyndið myndband sem sýnir foreldra ræða við eigin börn um eðli barneigna; hvernig börn eru búin til og hvað gerist milli manns og konu, er ekki bara bráðfyndið. Myndbandið varpa líka kómísku ljósi á vandræðalegustu samræður milli foreldris og barna þeirra – eðli kynlífs og hvað býflugurnar og blómin gera í raun og veru.
Viðbrögð barnanna eru óborganleg og vandræðagangur foreldranna er kostulegur, en einn lítinn dreng grunar þó hvað um er að ræða og segir föður sínum hispurslaust að sæðið frjóvgi eggið – föðurnum sjálfum til skelfingar og undrunar.
Ekki eru þó öll börnin jafn fróð um eðli barneigna – þannig segir eitt barnið að börnin komi út úr rassinum – einhver heldur að börnin fari inn í magann frá Guði og svo er það sá sem er sannfærður um að kúlulaga snjóhús sé aftan á fólki þar sem börnin gangi inn.
Yndislegt í einu orði sagt:
Tengdar greinar:
Unglingar og Kynlíf
Kynlíf foreldra – Hvernig gerið þið þetta?
Þurfa börn og unglingar að fræðast um kynlíf?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.