Foreldrarnir ætla að skilja – brandari.

Eldri maður hringdi í son sinn búsettan í London og sagði: Sonur sæll, mér leiðist að eyðileggja daginn fyrir þér en ég og mamma þín ætlum að skilja. Eftir 45 ára hjónaband er komið nóg af þessari martröð. Pabbi um hvað ertu að tala, öskraði sonurinn.
Við þolum ekki hvort annað lengur, sagði pabbinn og ég nenni ekki að tala um þetta meira þannig að það væri frábært ef að þú gætir hringt í systur þína í New York og sagt henni frá þessu.
Sonurinn hringir strax í systur sína sem æpir í símann: Glætan að þau séu að skilja, ég sé um þetta.
Hún hringir strax í pabba sinn: Þið eruð ekki að fara að skilja. Ekki gera neitt fyrr en ég kem. Ég hringi í Jóa bróðir og við komum á morgun. Ekki gera neitt þangað til, heyrið þið það!!! Svo skellti hún á.
Gamli maðurinn leggur símann á og snýr sér að konunni sinni: Jæja ég er búinn að redda þessu. Þau koma bæði heim um jólin eins og þú vildir og borga farið sjálf.

SHARE