Fortíðarþrá, fortíð og nútíð sameinuð með ljósmynd – Myndir

Síðan Dearphotograph birtir myndir notenda þar sem að þeir sameina fortíð og nútíð með einni ljósmynd eða eins og einkunnarorð síðunnar segja “Take a picture of a picture, from the past, in the present”.
Einfalt en um leið áhrifaríkt og vekur upp gamlar minningar skemmtilegar, áhugaverðar og ljúfsárar.

dear-photograph
Kæra ljósmynd: Hún var eldri nemandi þegar ég byrjaði í skólanum og hún hefur passað upp á mig
síðan. Núna kennir hún tveimur sonum mínum í gamla skólanum okkar…28 árum seinna. Gilbert.dear-photograph2
Kæra ljósmynd: Við biðum í nokkur ár eftir að þau féllu frá, en nú verður gamli sófinn frá afa og
ömmu að fara líka. Amy.

dear-photograph3
Kæra ljósmynd: Flutningsdagurinn fyrir 23 árum síðan var eins og ein risastór gjöf sem beið eftir
að vera opnuð. Ekki hafði ég hugmynd um að það var lítil systir á leiðinni og svo bróðir 10 árum
dear-photograph4
Kæra ljósmynd: Drucilla var drottning kattanna en því miður féll hún frá krúnunni. Útsýnið út um
eldhúshurðina verður aldrei það sama. Við söknum hennar. Kingy.dear-photograph5
Kæra ljósmynd: Það er ekki bara húsið sem hefur elst. Janine.dear-photograph6
Kæra ljósmynd: Þegar við fjölskyldan sameinust á þakkargjörðinni væri ég til í að myndum setja
allan ágreining til hliðar og vera þakklát fyrir tíma okkar saman. Frændi minn lést í síðustu viku og
ég væri til í að heyra hann banka á dyrnar og eiga þennan tíma með honum einusinni enn. Stephanie.dear-photograph7
Kæra ljósmynd: Ég var einusinni jafnmjór og klarinettið mitt. Í dag færi betur að ég léki á túbu. Eric.dear-photograph8
Kæra ljósmynd: Síðustu 28 ár hef ég horft á marga frábæra fótboltaleiki á Auburn. En að sjá mömmu
tækla ömmu er ennþá ein af uppáhaldsminningum mínum þar. Kenny.dear-photograph9
Kæra ljósmynd: Gul blaðra eða fyrstu snjókornin sem féllu fengu dætur mínar alltaf til að hlægja og
horfa með mikilli undrun. Ég varðveiti það sem þær hafa kennt mér. Mama.dear-photograph10
Kæra ljósmynd: Ég er þakklát fyrir systur mína. Hún hjálpaði mér að fara ekki yfir um þegar foreldrar
okar skildu. Ég vildi að ég gæti farið aftur til tíma baunadúkka og þess að hamingjan var ekki svona
vandfundin. Þú bjargaðir lífi mínu systir. Ást, Robin.dear-photograph11
Kæra ljósmynd: í West point lékum við hermenn. Fjörutíu árum seinna erum við báðir gamlar
stríðshetjur. John og Rob.
dear-photograph12
Kæra ljósmynd: Ég hafði ekki hugmynd um hverskonar gjöf var í túbunni handa Casey bróður mínum.
Alveg eins og ég hafði ekki hugmynd um að hann myndi deyja í þessari viku í skelfilegu slysi í Kerala,
Indlandi. Mig langaði að fá hann í síðasta skipti heim aftur í húsið okkar í Texas. Þetta er eina leiðin
sem ég gat gert það. Þetta hefur verið erfið vika. Joe.

SHARE