Ýmsar vangaveltur hafa verið í erlendum slúðurmiðlum um það hvernig sambandi söngvarans Justin Bieber, og raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian er háttað. Á föstudagskvöldið síðasta sást til Bieber og Kardashian snæða saman á veitingastað, síðar um kvöldið fóru þau á næturklúbb – sem þau yfirgáfu svo í sameiningu.
Sjá einnig: Kourtney Kardashian: Nakin í Vanity Fair
Justin hefur lengi verið vinur Kardashian-fjölskyldunnar og samkvæmt heimildarmanni Hollywood Life eru Kourtney og Justin bara góðir vinir.
Það er ekkert í gangi á milli þeirra nema vinátta. Ekki vottur af rómantík. Justin lítur á Kourtney sem stóru systur sína. Þau hittust og fengu sér að borða – eins og vinir gera. Svo fóru þau saman á klúbb og voru samferða heim, ég ítreka að það var ekkert rómantískt að eiga sér stað.
Einhverjir telja þó að Kourtney sé að reyna að hefna sín á sínum fyrrverandi, Scott Disick, en hann hefur undanfarið verið orðaður við 18 ára gamla fyrirsætu.