Fóstran sögð hafa rifið grátandi ungbarn upp á handleggnum og flengt það

Eins og við höfum greint frá hefur Leikskólinn 101, sem er ungbarnaleikskóli, verið til rannsóknar hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Vísir hefur nú greint frá því að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur kært ofbeldi gegn ungbarni á Leikskólanum til lögreglu.
Tvær konur sem liggja undir grun, önnur þeirra var aðstoðarleikskólastjóri og menntuð í uppeldisfræðum
Önnur konan sem hefur verið kærð til lögreglu er rúmlega fimmtug, og hefur starfað á leikskólanum frá árinu 2011, hún er ófaglærð. Hin konan hefur starfað á leikskólanum síðan 2008, sú er um fimmtugt, menntuð í uppeldisfræðum og starfaði sem aðstoðarleikskólastjóri um tíma.
Foreldrum er brugðið
Foreldrar sem sáu myndband þar sem börn þeirra eru beitt miklu harðræði er mikið brugðið. Málinu hefur verið vísað til lögreglu vegna rökstudds gruns um að börnin hafi verið beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi á leikskólanum. Sumarstarfsmenn tóku ofbeldið upp á myndband og komu upp um málið.
Reif grátandi barn harkalega upp á handleggnum og flengdi það.
Meðal þess sem foreldrar þurftu að sjá var myndband af því þegar kennari á að hafa komið að grátandi ungbarni. Fóstran er svo sögð  hafa flengt barnið. Hún á að hafa rifið það harkalega upp á handleggnum og flengt það. Eðlilega eru foreldrarnir í áfalli. Börnunum refsað með því að vera lokuð inn í myrkvaðri geymslu. 
Sumarstarfsmennirnir greindu frá því, eins og áður hefur komið fram að börnin hafi verið lokuð inn í myrkvaðri kompu. Einnig eru uppi ásakanir um það að börnunum hafi verið neitað um mat. Börnin sem dvöldu í Leikskólanum eru mjög ung eða á aldrinum 9 mánaða til eins og hálfs árs gömul.

Í morgun var sagt frá ummælum eiganda Leikskólans en hún segir að búið sé að fella dóm yfir Leikskólanum.

Tengdar greinar
Það er bara búið að taka okkur af lífi hérna
Segja börn á ungbarnaleikskóla vera beitt harðræði

 

SHARE