Alkóhól heilkenni hjá fóstrum (FAS) er margþætt ástand manneskju sem varð til við það að móðirin neytti áfengis meðan hún gekk með barnið. Skaðinn getur verið smávægilegur upp í það að vera mjög alvarlegur. Afleiðingarnar geta verið líkamlegar eða birst sem hegðunarvandamál eða erfiðleikar í námi. Hugtakið FAS er yfirhugtak, í rauninni safnheiti yfir ýmis fráviki í líkamsástandi og þroska. Það er ekki vitað nákvæmlega hversu mikils áfengis þarf að neyta á meðgöngu til að þetta ástand barnsins geti myndast.
Sérfræðingar vinna að því að greina hin margþættu áhrif sem alkóhól hefur á fóstur og manneskjuna allt lífið.
Til athugunar
Það getur verið mjög flókið að finna út hvort barn er með FAS (Fetal alcohol syndrome) því að margt getur komið til. Eftirfarandi eru ýmsir þættir sem skoðaðir eru. Hér eru ábendingar settar fram á einfaldan hátt almenningi til upplýsingar. En heilbrigðisstarfsfólk með fullnægjandi menntun og þjálfun ætti að fást við greininguna og síðar viðeigandi þjálfun.
Heilbrigðisstarfólk skoðar eftirfarandi þætti þegar verið er að greina FAS:
- Óeðlilegir andlitsdrættir
Barn með FAS hefur þrjú ákveðin andlitseikenni:
- Svæðið milli nefs og efri varar er alveg slétt (vantar „vinulág“)
- Þunn efri vör
- Augun virðast sitja gleitt.
- Líkamsvöxtur
Börn með FAS eru bæði lægri og léttari en eðlilegt er miðað við aldur. (u.þ.b. 10%). Þetta getur komið fram strax á fóstuskeiði. Sum FAS börn ná fullri stærð með tímanum. - Vandi í miðtaugakerfi
Heili og mæna mynda miðtaugakerfi sem stjórnar allri starfsemi líkamans. Ef eitthvað fer úrskeiðis hjá taugakerfinu getur orðið erfitt fyrir manneskjuna að hreyfa sig, tala eða læra. Einnig getur minni, skynfæri og félagsfærni skaddast. Eftirfarandi eru þrenns konar vandamál í miðtaugakerfinu sem athuguð eru:- I. Bygging
FAS getur valdið frávikum í heilastærð. Þessi frávik eru:
- I. Bygging
- Óeðlilega lítið höfuð miðað við líkamsstærð og þyngd.
- Marktæk frávik á útliti heilans sem koma t.d. í ljós við sneiðmyndatöku.
- II. Taugakerfi
Það eru vandamál frá taugakerfi sem koma fram hjá FAS börnum og ekki verða tengd neinu öðru. Hér er t.d. léleg samhæfing hreyfinga, lélegt samspil vöðva og vandamál við að sjúga. - III. Þátttaka
Barnið getur ekki tekið þátt í skólastarfi eða öðru daglegu lífi í samræmi við aldur. Grunur um FAS verður staðfestur ef:
- Þekkingarskortur er augljós eða barnið er á eftir í þroska en of ungt til að gert sé á því greindarpróf
Eða - Vandamál eru a.m.k. á þrem af eftirfarnandi sviðum:
- Vantar upp á þekkingu eða þroski er hægfara. Hér er átt við sértæka námsörðugleika (einkum stærðfræði), lélegar einkunnir í skóla, mun á getu að fást við orð (tala og skrifa) og svo að fást við handavinnu. Oft eru hreyfingar og viðbrögð hæg.
- Erfiðleikar við að framkvæma. Þetta felur líka í sér geturna til að hugsa um þá hluti sem hjálpa manni að fást við hið daglega líf. Það gengur illa að skipuleggja sig og gera áætlanir, öll mörk eru óskýr, það er erfitt að sjá samhengið milli athafna og afleiðinga, erfitt er að fylgja flóknum fyrirmælum eða breyta út af vananum, oft ber á almennum skynsemisskorti og vanhæfni til að nýta sér þekkingu sína við nýjar aðstæður.
- Seinkaður hreyfiþroski. Þessi seinkun hefur áhrif á hvernig stjórn manneskjan hefur á vöðvunum. Hér er t.d. átt við að viðkomandi var seinn til gangs (grófhreyfingar), á erfitt með að skrifa og teikna (fínhreyfingar), er „klossaður“, hefur lélegt jafnvægi, skelfur, á erfitt með handahreyfingar og ungabörn eiga í erfiðleikum með að sjúga
- Athyglisbrestur eða ofvirkni. Oft er sagt að börn sem sýna þessa hegðun séu „fyrirferðarmikil“, ofvirk, taki ekki eftir, auðvelt sé að trufla þau og þau eigi erfitt með að róa sig, ljúka við verk og fari úr einu í annað. Oft segja foreldrar að það sé mikill dagamunur á barninu.
- Vandamál á félagslega sviðinu. Barn með skertan félagsþroska gæti verið óvarið fyrir ókunnugu fólki og lent í leiðindamálum þess vegna. Það sækir í að vera með yngri börnum en það er sjálft, er þá barnalegt og sýnir stundum óviðeigandi kynferðislega tilburði. Það skilur ekki hvernig öðru fólki líður.
- Önnur vandamál
Þau geta birst í því að barnið vill ekki láta snerta sig eða smakka á neinu nýju. Það les ekki í svipinn á fólki og á erfitt með að bregðast við venjulegum húsaga foreldra (orsök og afleiðing). - Áfengisneysla á meðgöngu
Ef vitað er að móðirin neytti áfengis á meðgöngu hjálpar það oft til að skilja vandann sem verið er að athuga. Á sama hátt er alveg víst að barn er ekki með FAS hafi áfengis ekki verið neytt á meðgöngu. Ef barnið (manneskjan) sýnir þau einkenni sem hér hafa verið talin er enginn vafi um áfengisneyslu á meðgöngu. Og FAS er ekki hægt að lækna.
Það er hægt að koma í veg fyrir það með því einfaldlega að drekka ekki á meðgöngu.