Ein skærasta stjarna fótboltans, Cristiano Ronaldo, á sér dyggan aðdáendahóp um allan heim. Frammistaða hans á vellinum er flestum fótboltaáhugamönnum kunnug og ekki skemmir fyrir að drengurinn er með afbrigðum myndarlegur.
Nú er kappinn farinn að hanna eigin föt undir vörumerkinu CR7 og útkoman er vægast sagt heit!
Sló strax í gegn
Undirfata- og sokkalína Cristiano Ronaldo kom fyrst á markað árið 2013 og festi sig fljótt í sessi sem alþjóðlegt vörumerki. Síðasta viðbótin núna eru CR7 herraskyrtur sem komnar eru á markað og má segja að þetta sé byrjunin á heildstæðri herrafatalínu undir merkjum CR7 og verður skemmtilegt að fylgjast með hverri viðbót fyrir sig í merkinu.
Allar þessar vörur eru framleiddar undir ströngu eftirliti Cristiano Ronaldo sjálfs en aðalhönnuðurinn er hinn þekkti Richard Chai, sem hannar vörurnar í samstarfi við danska undirfataframleiðandan JBS Textile Group.
Línan er seld um allan heim og nýtur gífurlegra vinsælda hjá ungum drengjum, sem og yngri karlmönnum, sem leggja áherslu á þægileg snið, vönduð efni og flott útlit.
Þetta er kannski hugmynd fyrir jólagjöfina handa honum í ár. CR7 skyrturnar eru seldar á eftirtöldum stöðum:
Útsölustaðir:
Debenhams – Smáralind
Rakarastofan – Faxafeni
Joe’s – Akureyri
Siglósport – Siglufirði
Hafnarbúðin – Ísafirði
Bjarg – Akranesi
Blómsturvellir – Hellissandi
Nánari upplýsingar um CR7 skyrturnar má nálgast hér. CR7 línan er á Facebook.