Kim Kardashian hefur ósjaldan verið sökuð um að eiga við ljósmyndir af sér. Þessa dagana er allt að vera vitlaust á Twitter en einhverjir fylgjendur hennar vilja meina að hún hafi ,,fótósjoppað” nektarmyndir af sér sem teknar voru fyrr á árinu. Kim birti nefnilega eina mynd úr myndatökunni á Instagram nýlega, en áður hafði verið sýnt frá þessari sömu myndatöku í þættinum Keeping Up With the Kardashians. Glöggur fylgjandi Kimmie kom auga á að á myndinni sem sjá mátti á Instagram var Kim talsvert grennri en á svipmyndunum sem sést höfðu á sjónvarpsskjánum.
Myndin sem Kim setti inn á Instagram.
Skjáskot úr Keeping Up With the Kardashians.
Skjáskot af Twitter.