Takið fram vasaklútana strax og búið ykkur undir kærleiksflóð tára, gott fólk! Því hér má sjá hvernig góðgerðarsamtökin Prank It Forward blekkja einstæða þriggja barna móður frá Cleveland, Ohio sem hefur starfað við heimilisþrif um árabil, til að leggja frá sér skúringamoppuna og skála í kampavíni þess í stað!
Cara Simmons, sem var kölluð að húsi nokkru til að þrífa fyrir stórveislu sem framleiðendur lugu að henni að halda ætti í umræddum húsakynnum sama kvöld, var filmuð í bak og fyrir án eigin vitundar – frá því hún drap að dyrum og steig yfir þröskuldinn. Í fyrstu fær hún þær fréttir frá leikkonu sem þykist vera húsráðandi, að húsið hafi þegar verið þrifið og að Cara þurfi ekki að lyfta tusku.
.
Húsið er með fjórum svefnherbergjum og er Cöru til eignar til æviloka
.
Því næst er Cara fengin til að forsmakka veislurétti sem leikkona segir að eigi að bera fram í veislu það sama kvöld. Sex rétta lúxusmáltíð er lögð á borð og að lokum er Cara beðin að leggja mat á fjögurra handa herða- og handanudd í þeim tilgangi að gefa einkunn og hita nuddarana upp fyrir kvöldið. Að lokum birtast flutningamenn með persónulegar eigur Cöru ….
.
Cara með börnum sínum þremur, en skiljanlega brast hún í grát við afhendingu lykla
.
Að lokum fer Cöru að renna í grun að ekki sé allt með felldu, eða þar til gríma leikara fellur og hún fær afhenta lykla í hendur með þeim orðum að baráttu hennar við að halda fjárhagnum í jafnvægi, halda þaki yfir höfuð eigin barna og berjast í bökkum sé lokið fyrir lífstíð.
Myndir segja meira en þúsund orð, hér má sjá magnaðan hrekkinn sem framkallar táraflóð, bylgju kærleika og gleðilega undrun – stórkostlegt í einu orði sagt!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.