Ég er alltaf í veseni með skartgripina mína. Ég gleymi alltaf að setja á mig skartgripi og er oftar en ekki algerlega skartgripalaus. Ég á samt alveg nóg af þeim og ég veit ekkert hvað ég á að gera við þá alla. Margir hafa tilfinningalegt gildi fyrir mig og ég mun aldrei losa mig við þá og geymi þá á vísum stað en svo eru aðrir sem ég vil hafa aðgengilega til þess að muna kannski einstöku sinnum eftir því að setja þá á mig. Ég fann þessa lausn á netinu og langaði að deila henni með ykkur því þetta er einfalt og sætt og mjög aðgengilegt og svo það allra besta er að þetta þarf ekki að kosta neitt!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.