Búngaló er sérstaklega hönnuð vefsíða fyrir útleigu á sumarhúsum á hinum ýmsu stöðum hérlendis og erlendis og hefur verið starfandi frá því árið 2010.
Vefsíðan er hugsuð sem milliliður milli eigenda sumarhúsa og hugsanlegra leigjenda. Auðvelt er fyrir eigendur að skrá sumarhús sín og sér Búngaló um alla markaðssetningu á þeim bæði til innlendra og erlendra ferðamanna. Þetta er mjög örugg leið fyrir bústaðaeigendur til að fá leigjendur í bústaðinn og þar af leiðandi að fá tekjur af því.
Enginn kostnaður fylgir því að skrá sinn bústað inn í kerfið sem er mikill kostur. Búngaló sér um alla vinnuna og er því fjárhagsleg áhætta er engin.
Starfsmenn Búngaló sjá um lagaleg atriði, taka við fyrirspurnum um bústaðinn og eigendur bústaða þurfa í mesta lagi að afhenda lyklana þegar leigutaki tekur bústaðinn á leigu. Leigutaka ber að greiða fyrir bústaðinn með kreditkorti sem gerir viðskiptin enn öruggari.
Í dag er Búngaló með bústaði til leigu um allt land og einnig eru hús til leigu í Kanada og í Svíþjóð.
Smelltu hér til að sjá meira um Búngaló!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.