Ertu stundum að klóra þér í höfðinu og velta fyrir þér hvernig í ósköpunum þú getur búið til pláss fyrir skóna þína eða leita leiða til að skipuleggja allt skóhafið á heimilinu?
Sjá einnig: Eru skórnir óþægilegir? Kipptu því í liðinn
Hér eru nokkrar frábærar og sniðugar leiðir til að nota plássið sem er til á heimili þínu og til þess að gefa þér hugmyndir af einfaldri handavinnu sem allir geta gert.
Fáðu þér litla skúffu sem kemst undir hirsluna þína.
Þrýstistangir geta komið sér sérlega vel í alls konar verkefni og þá sérstaklega til að búa til skógrind í fataskápnum þínum.
Einfaldur snagi er snilld til að búa til pláss á gólfinu.
Plastkassar eru tilvaldir til að raða skóm í.
Tímaritastandar eins og þessir úr Ikea taka bæði lítið láss frá veggnum og eru snyrtilegir og þægilegir.
Hillur eru ekki endilega gerðar fyrir bara punt.
Frábær leið til að fjarlægja skóna af gólfinu er að setja litlar hillur eða lista á vegginn og stinga skónum á milli.
Bréfakassar eru til margra hluta nytsamlegir.
Fallegir vegglistar sem málaðir eru í töff lit eru algjör snilld.
Skerðu toppinn af tveggja lítra plastflöskum til þess að skipuleggja skóna.
Þessar litlu Lack hillur frá Ikea eru ódýrar og nytsamlegar í margt.
Notaðu gömul vírherðatré, beygðu þau til að hengdu skóna þína upp á vegg.
Festu gamlar málmdósir upp á vegg og stingdu skónum inn í.
Mjög góð leið til að geyma stígvélin. Þau geymast mun betur ef þau eru ekki krumpuð á gólfinu eða inni í skáp.
Föndraðu skóstand úr bylgjupappa.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.