Ef þig langar í hús með frábæru útsýni til Keilis, Bessastaða og Snæfellsjökuls er þetta húsið fyrir þig. Arkitektinn Hákon Hertervig lét byggja húsið fyrir sig og sína fjölskyldu árið 1963.
Komið er inn í forstofu með gestasalerni og einnig er rúmgott forstofuherbergi með fataherbergi innaf. Eldhús er með eikarinnréttingu og borðkrók og inn af eldhúsinu er þvottahús. Úr þvottahúsinu er gengið út í afgirtan garð.
Sjá einnig: Hús í Kópavogi með spa
Borðstofan er opin og tengist stofu og er eikarparket á gólfum sem er einstaklega hlýlegt.
Á miðhæð hússins eru 4 herbergi en 1 herbergi er á jarðhæð og því eru 5 herbergi í húsinu. Í hjónaherbergi er fataherbergi með góðum glugga. Síðan eru 2 barnaherbergi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, sturtubaðkar, eikarinnrétting og handklæðaofn.
Sjá einnig: Hús á rótgrónum stað í Kópavogi
Stór stofa er í húsinu með arin, stórum og fallegum gluggum og miklu útsýni. Stórar svalir vísa í suður og heitur pottur með frábæru útsýni.
Sjáðu allar myndir hér:
Upplýsingar veita Þóra Birgisdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 777 2882, thora@fastborg.is & Jóhanna Sigurðardóttir sölumaður í síma 662 1166, johanna@fastborg.is
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.