Það getur ekki verið mjög uppbyggilegt fyrir okkur sótsvartann almúgann að bera okkur saman við fræga fólkið þegar þær myndir sem við sjáum af þeim eru oftar en ekki myndir sem búið er að eiga talsvert við með myndvinnsluforritinu Photoshop. Oft hefur það komið upp í kollinn á mér að það sé nú örugglega ekki auðvelt að vera ómótaður unglingur í dag þegar glansmyndir fræga fólksins eru stanslaust fyrir augum barna og ungmennanna okkar og því ákaflega mikilvægt fyrir okkur foreldrana að vera dugleg benda þeim á að engir tveir eru eins og að þau eru fullkomin nákvæmlega eins og þau eru.
Hér er myndasafn sem sýnir okkur hvernig upprunalegu myndirnar sem teknar voru af þessum frægu einstaklingum eru og svo hvernig þær voru birtar eftir að hafa fengið eins og eina bunu í gegn um photoshop.
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.