Frægir fótboltamenn og framhjáhöldin

Knattspyrnumenn hafa lengi vel verið mikið á milli tannana hjá fólki. Umtal um þá hefur þó tekið stökkbreytingum undanfarin ár og áratugi eftir því sem dagblöð hafa orðið ákafari í bitastætt efni og ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla. Eftirfarandi eru dæmi um nokkra þekkta knattspyrnumenn sem hafa verið gripnir í bólinu með öðrum en maka sínum.

Franski landsliðsmaðurinn og leikmaður Arsenal Olivier Giroud átti ekki sjö daganna sæla snemma þessa árs, í kjölfar þess að myndir láku af honum á nærbuxunum á hótelherbergi sínu. Giroud var staddur á hóteli með liði sínu kvöldi fyrir leik í ensku úrvalsdeildinni. Myndina sem sjá má að neðan (til hægri) væri ekki tíðindamikil ef það væri ekki fyrir þær sakir að fyrirsætan Celia Kay tók myndina en konan hans Jennifer Giroud hefur eflaust ekki verið kát með hana. Skemmst er frá því að segja að Frakkinn var hvíldur í leik liðsins næsta dag.

Screen Shot 2014-11-23 at 10.26.52

Englendingurinn Wayne Rooney skaust ungur að árum upp á stjörnuhimininn fyrir færni sína á vellinum. Enn fremur komst hann einnig á forsíður blaðanna fyrir svaðilfaririr sínar utan vallar. Aðeins 18 ára var glaðbeittur Rooney staddur á vændishúsi í Liverpool. Þar skrifaði hann eiginhandaráritanir fyrir stuðningsmenn Everton á meðan hann beið eftir vændiskonum. Hitti hann fyrir 48 ára gamla ömmu klædda í latex-kisubúning og sex barna móður, klædda sem kúrekastelpu. Orðið barst út að Rooney væri staddur á vændishúsinu og fljótt flyktust stuðningsmenn að til þess að sjá stjörnuna. Rooney viðurkenndi síðar að þetta hafði ekki verið fyrsta heimsóknin hans á tiltekið vændishús. Til viðbótar sagðist hann vera hættur að vera ótrúr unnustu sinni Coleen. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því Rooney hefur oftar komist í fréttirnar fyrir framhjáhöld. Vændiskonurnar Jennifer Thompson og Helen Wood upplýstu að þær hefðu báðar veitt Rooney þjónustu saman og í sitthvoru lagi. Sú síðarnefnda mjólkaði 15 mínútna frægð sína vel því árið 2014 kom hún fram í hinum vinsæla raunveruleikaþætti Big Brother. Coleen Rooney hefur hingað til staðið með sínum manni þrátt fyrir hótanir um annað.

Screen Shot 2014-11-23 at 10.30.50    Wayne Rooney                                                                                                                     Helen Wood

Kolo Toure komst í hann krappan síðla árs 2012 þegar upp komst að hann hefði haldið framhjá konu sinni í tvö ár. Toure, sem er 33 ára í dag, hélt við Kessel Kasuisyo sem á þeim tíma var einungis 22 ára en sú hafði lítinn áhuga á knattspyrnu sem útskýrir að miklu leyti hversu lengi framhjáhaldið viðgekkst. Kasuisyo þekkti Toure aðeins sem ríkan bílasala að nafni Francois og fékk reglulega dýrar gjafir frá honum. Hittist parið eingöngu í íbúð Kasuisyo og mætti Toure ávallt dulbúinn með derhúfu og sólgleraugu en hann bannaði henni að taka myndir af sér. Gekk sambandið svo langt að Toure hafði meðal annars beðið hennar með þúsund punda demantshring. Einn daginn stalst Kasuyo til þess að taka mynd af Toure á meðan hann var í sturtu, þegar hún svo sýndi vinkonu sinni myndina af honum komst upp um hann. Vinkonan bar strax kennsl á Toure enda var hann á tímabili með betri varnarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Kasuisyo var miður sín eftir hafa komist að sannleikanum og sárnaði sérstaklega að skoða brúðkaupsmyndir af Toure, en hann gifti sig á milli þess að kúra hjá Kasuisyo.

Screen Shot 2014-11-23 at 10.38.51

 

SHARE