Kona var að halda framhjá manni sínum og var í rúminu með elskhuganum.
Allt í einu heyra þau sér til mikillar skelfingar að eiginmaðurinn stingur
lyklinum í skránna á útidyrahurðinni.
Konan reynir að finna einhvað ráð í flýti . Hún tekur fram flösku af nuddolíu og aðra af púðri, hellir olíunni yfir elskhugann og hellir svo púðrinu yfir hann þannig að hann lítur út eins og stytta. “Ekki hreyfa þig fyrr en ég segi að þú megir það,” segir hún og klæðir sig í flýti. “Stattu bara þarna grafkyrr.”
Maðurinn kemur inn í svefnherbergið, rekur augun í elskhugann og spyr:
“Hva… hvað er nú þetta?”
“Þetta æji þetta er bara stytta,” segir konan kærulaus. “Gunna og Jón fengu sér eina fyrir stuttu þannig að ég ákvað að redda mér einni líka, þetta er svo smart.”
Ekkert er rætt meira um “styttuna”, ekki einu sinni yfir kvöldmatnum. En klukkan 3 um nóttina læðist maðurinn fram úr rúminu, fer fram í eldhús, nær í samloku og mjólkurglas og réttir styttunni.
“Gjörðu svo vel,” segir hann “Ég stóð eins og hálfviti hjá Jón og Gunnu í
heila tvo daga án þess að nokkur byði mér vott né þurrt.”
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.