Framleiðslufyrirtækin Eventa Films og Motive efna til frumkvöðlaleiks

Framleiðslufyrirtækin Eventa Films og Motive hafa efnt til frumkvöðlaleiks þar sem þau ætla að gefa ókeypis myndbandsframleiðslu á auglýsingu til frumkvöðla.

Eventa Films og Motive sérhæfa sig í framleiðslu á auglýsingarefni af öllum stærðargráðum. Fyrirtækin leggja mikla áherslu á persónulega þjónustu og að finna hagkvæmar lausnir sem virka fyrir hvern og einn. Við teljum það ákveðna grýtu í samfélaginu að auglýsingarefni þurfi að kosta frumkvöðla og eigendur fyrirtækja annan handlegginn ef láta á að framleiða árangursríkt auglýsingarefni.

Fannar: “Hugmyndin bakvið þennan frumkvöðlaleik okkar er að hjálpa íslenskum frumkvöðlum, en jafnframt að varpa ljósi á þau tækifæri sem bjóðast við markaðssetningu í dag. Við viljum opna umræðuna því dagarnir í dag eru ekki þeir sömu og fyrir nokkrum árum þegar kemur að hönnun og framleiðslu auglýsingarefnis. Með hraðari þróun á tækjabúnaði í kvikmyndageiranum er orðið mun auðveldara að framleiða faglegt auglýsingarefni á mun hagstæðari máta en áður hefur þekkst. Með þróun samfélagsmiðla hafa möguleikar opnast fyrir áhrifamikla birtingu á auglýsingarefni á hagkvæman máta. Þannig er möguleikinn fyrir minni fyrirtæki og frumkvöðla til að láta framleiða flottar auglýsingar og birta þær á árangursríkan hátt fyrir markhóp sinn ekki eins fjarri og margir gera ráð fyrir.

Fannar Þór Arnarsson, framkvæmdarstjóri Eventa Films og Pétur Eggerz framkvæmdarstjóri Motive fengu sjálfir stuðning frá stofnunum og reyndari rekstraraðilum þegar þeir tóku sín fyrstu skref sem frumkvöðlar.

,,Að hafa getað leitað ráða til fólks sem hefur mikla reynslu og þekkingu þegar ég var að taka mín fyrstu skref í rekstri var ómetanlegur stuðningur og er ég mjög þakklátur að hafa fengið þá aðstoð . Ég leitaði meðal annars ráða til Nýsköpunarmiðstöðvar á þeim tíma þegar ég var að stofna Eventa Films. Þessi stuðningur hjálpaði mér mikið í byrjunarrekstri Eventa og að undirbúa rekstaráætlun sem hefur komið fyrirtækinu á þann stað sem það er á í dag. Þá eru einnig viðburðir eins og Gulleggið til staðar. Það er frábær stuðningur fyrir frumkvöðla sem vilja hjálp við að láta sína drauma og hugmyndir rætast. Við viljum skila til baka til samfélagsins með því að leggja okkar af mörkum til að hjálpa íslenskum frumkvöðlum að blómstra og þess vegna ákváðum við að setja þennan frumkvöðlaleik í gang” segir Fannar Þór.

Hægt er að taka þátt í leiknum á Facebook síðu Eventa Films á eftirfarandi link:

www.facebook.com/eventafilms

Til að skoða fyritækin nánar má fara á:

www.eventafilms.is

www.motive.is

 

SHARE