Franskt par er með Barbie og Ken á heilanum

Hin tvítuga Anastasia Reskoss og kærasti hennar Quentin Dehar (23) eru með Ken og Barbie á heilanum. Þetta gengur það langt að þau hafa farið í yfir 15 lýtaaðgerðir til að líkjast þessum dúkkum enn frekar.

Þetta franska par er með það á stefnuskránni að láta breyta nöfnum sínum í Ken og Doll.

Image Source

Samtals hafa þau eytt um 40 milljónum króna í aðgerðir og hluti til að gera sig líkari dúkkunum, en þau vilja ganga enn lengra með þetta.

Sjá einnig: Socalitybarbie – Dúkkan sem hæðist að Instagram

Anastasia sagði í samtali við DailyMail: „Okkur langar til að eyða restinni af lífinu í að gera okkur eins og dúkkurnar sem við elskum.“

Quentin rekur tvær farsímaverslanir og notar innkomuna til að fjármagna lífstílinn þeirra. Parið hittist fyrst í gleðskap í Saint Tropez árið 2013 og þau komust fljótt að því að þau áttu sameiginlegt áhugamál; Barbiedúkkur.

Hér er Anastasia 17 ára, áður en hún fór í aðgerðir

Image Source

Quentin Dehar 16 ára

Image Source

 

Sjá einnig: „Venjuleg Barbie“ með slitför, bólur og appelsínuhúð á markað

Image Source

Image Source

Þegar Anastasia var barn átti hún yfir 100 Barbie dúkkur: „Foreldrar mínu sáu til þess að ég fengi góða menntun og þau keyptu líka allar þær Barbie dúkkur sem mig langaði í. Ég var alltaf að leika mér með þær og ég elskaði þær, þær eru svo fallegar.

Þegar hún var 15 ára ákvað hún svo að hana langaði til að „verða Barbie“. Henni fannst hún þó of föl og ekki nógu falleg til þess að vera Barbie: „Ég sá hvað dúkkurnar mínar voru fullkomnar og fann það út að ég hafði alltaf viljað líta út eins og þær. Þegar maður verður eldri fær maður að verða sá/sú sem maður vill og ég vissi frá þessum tímapunkti að ég vildi verða Barbie. Ég fór þá að kynna mér hvernig ég gæti notað lýtaaðgerðir til þess að breyta mér í bronsaða og fallega dúkku.“

2D95E1A000000578-3280593-Anastasia_Reskoss_and_Quentin_Dehar_were_both_obsessed_with_Barb-a-18_1445345214517

Quentin fór líka í gegnum ákveðið svona tímabil: „Ég dýrkaði Ken dúkkurnar mína. Ég átti flott safn af fylgihlutum sem fylgja dúkkunum, flugvél, hús og blæjubíl til dæmis. Ég elskaði lífstíl Ken.“

Image Source

 

Sjá einnig: Vorlína Moschino 2015: Djarfur draumaskápur Barbie í hnotskurn

Image Source

Anastasia sagði: Þetta er svo yndislegt því við Quentin höfum farið í allar aðgerðirnar okkar saman og við líkjum ken og Barbie meira núna en nokkurntímann áður. Við hrósum hvort öðru og hann hefur gert mig að betri manneskju. Hann er minn besti vinur.“

Parið viðurkennir að hafa mætt gagnrýni vegna allra lýtaaðgerðanna.

„Fólk er stundum afbrýðisamt út í okkur því við lifum svo skemmtilegu lífi. Þau gera ekki grín að okkur, en segja frekar ljóta hluti um okkur við aðra. Lýtaaðgerðir eru ekki mjög algengar í Frakklandi eins og til dæmis í Ameríku. Okkur Quentin langar að hefja lýtaaðgerðabyltingu. Það geta allir verið fallegir og það geta allir bætt útlit sitt með lýtaaðgerðum,“ segir Anastasia.

SHARE