Femínistafélag Háskóla Íslands hefur boðað til frelsun geirvartanna í dag eða Free the nipple dags þar sem konur eru kvattar til að mæta í Háskóla Íslands í þeim tilgangi að frelsa kvenkyns geirvörtur. Það verður enginn neyddur til þess að mæta ber að ofan en í viðburði Femínistafélags Háskóla Íslands er sérstaklega tekið fram að allur klæðnaður sé leyfilegur hvort sem það sé í engum brjóstarhaldara eða í rúllukragabol.
Brjóst og geirvörtur er líffæri; sama á hvoru kyninu þau eru.
Hinn vestræni heimur hefur þróað með sér kynjabundin mismun á geirvörtum. Það hefur komið sterklega fram á netinu en þar eru kvenkyns geirvörtur iðulega faldar en engar athugasemdir eru gerðar við karlkyns geirvörtur.
Sjá einnig: Dóttir Demi Moore mætti loðin undir höndum á listasýningu
Margrét Erla Maack birti brjóstamynd af sjálfri sér á Instagram síðu sinni til þess að taka þátt í free the nipple herferðinni. Margrét er að sjálfsögðu ekki ein íslenskra kvenna sem ákvað að leggja sitt af mörkunum en ótal stúlkna og kvenna hafa birt myndir af sínum geirvörtum inn á Twitter.
Ok fokk #FreeTheNipple pic.twitter.com/6GIguhEtwW
— Ester sól (@ester_sol) March 26, 2015
„Við elskum brjóst" #FreeTheNipple pic.twitter.com/J5WifUSXQq
— Katla (@ofurbusinn) March 26, 2015
Það þarf hugrekki að standa uppi á móti straumnum og mótmæla þessari þróun sem hefur átt sér stað og því getum við Íslendingar státað okkur af því hvað við eigum margar hugrakkar konur sem hafa þorað að deila myndum af brjóstunum sínum.
#freethenipple
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.