Systurnar Helga Margrét Clarke og Audrey Freyja Clarke skipa dúettinn Sister Sister. Þær systur eiga það sameiginlegt að hafa ástríðu fyrir fallegum laglínum og raddir þeirra eru nánast eins og hljóma því einstaklega vel saman.
Sister Sister – Let me be (video) from Annetta Ragnarsdóttir on Vimeo.
Sister Sister var að gefa frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Let me be. Myndbandið og lagið fjallar um frelsið, að fá að vera þú sjálf/ur.
Myndbandið fjallar um tvo menn í sínum daglegu störfum en á loknum vinnudegi hittast þeir og dansa. Myndbandið sýnir blákaldan raunveruleikann eins og margir upplifa hann, þó það sé ekki alltaf á sama hátt.
Við hvetjum ykkur til að kíkja á heimasíðu Sister Sister.