Fresita Sangria Tapasbarsins – Sumar í glasi – Uppskriftir

Þar sem sumarið er komið fannst okkur tilvalið að deila með ykkur uppskrift að hinum fullkomna ferska sumardrykk. 

Fresita Sangrían er ljúffeng rauðvínssangría með léttfreyðandi jarðberjakeim og hún er tilvalin í grillveisluna, sumarpartýið eða bara á pallinn.

Fresita sangría Tapasbarins

200 ml rauðvín
250 ml appelsínusafi
200 ml Fresita
6 cl sangríumix
klaki
Sprite

Mælieiningarnar  í þessari uppskrift eru langt frá því að vera heilagar! Þegar þið gerið ykkar eigin sangríu er gott að styðjast við þessar tölur, en hafið í huga að þið getið bætt við hráefnum að vild út í hana. Appelsínur, lime, sítrónur, epli og blóðgreip henta mjög vel út í sangríu.

Í sangríu er gott að velja gott crianza-rauðvín sem er ungt og lítið eikað. Blandið öllu saman. Hægt er að blanda sangríuna dag- inn áður og geyma hana í kæli, en bæta þó ekki gosinu og klökunum út í blönduna fyrr en rétt áður en hún er borin fram.

Ef þið viljið sterkara bragð, notið þá einfaldlega meira af sangríu- mixinu. Njótið vel.

Sangríumix Tapasbarsins

6 cl Finlandia Vodka
3 cl Triple Sec
3 cl Peachtree-líkjör
3 cl jarðarberjalíkjör
3 cl eplalíkjör, grænn
9 cl Grenadine-síróp

Blandið öllu saman. Þessi uppskrift dugar í 3–4 sangríur – gerir maður einhverntímann bara eina?

Svo er auðvitað alltaf hægt að sleppa því að búa hana til heima og skella sér á Tapasbarinn og fá sér glas eða jafnvel bara könnu.

Sangria_Fresita_juni2014_Facebook-10[1]

SHARE