Freysi fékk tvö ný hjólabretti – Myndir

Sonur Berglindar Þórðardóttur hann Freysi hefur fengið óvæntan glaðning frá þeim í Brim og Mohawks eftir að það var ekið yfir hans bretti í síðustu viku við Ásabrúatröðina í Hafnarfirði.  Þeir hafa gefið honum nýtt fullbúið hjólabretti og svo hjólabrettaplötu.  Freysi er vonum glaður með velvild þeirra og prufukeyrði brettið í gær í heilar 3 klukkustundir í Loftkastalanum í Reykjavík. Berglind sagði að til stæði að opna hjólabrettaaðstöðu á vegum Brettafélags Hafnarfjarðar í gömlu slökkviliðsstöðinni.  Berglind er hrærð yfir samkennd almennings og snertir það fjölskylduna alla.

 

10011246_10152736346549768_1986380825_n

Freysi með góðu gjöfina frá þeim í Brim og Mohawk´s

SHARE