Þar sem sumarið er að klárast og ég er að reyna a henda mér aftur í rútínu og form, þá fekk kvöldnammið algerlega að detta út. Ég er verð þó að hafa eitthvað til að narta í á kvöldin og hef fundið mér hið fullkomna “snakk.”
Venjuleg vínber eru góð en ég klára þau fljótt og fæ illt í magann ef ég borða of mikið af þeim í einu. Þegar ég prufaði að frysta þau komust bragðlaukarnir til himnaríkis. Þau verða einstaklega sæt og góð og ótrúlega frískandi. Meðan þau afþýðast í skálinni breytast þau og þú getur nartað í berin yfir bíómynd. Ég mæli klárlega með þessu fyrir þá sem eru að reyna að koma sér í form eftir sukk sumarsins. Kaupið ykkur vínber og skellið þeim í frystinn!