Ofurfyrirsætan Cindy Crawford birtist á nærfötunum einum í apríltölublaði Maire Claire – en allar ljósmyndir af Cindy eru ómeðhöndlaðar; ekki hefur verið átt við þær með Photoshop eða sambærilegum myndvinnsluforritum.
Sjálf ljósmyndaserían mun hluti af mun stærri herferð sem miðar að því að styrkja sjálfsmynd kvenna, en Cindy sem er tveggja barna móðir og orðin 48 ára gömul berar tónaða bringuna, magann og lærin og sýnir svo ekki verður um villst að ofurfyrirsætur eru ekki fullkomnar fremur en aðrar konur; þær konur sem prýða glansritin eru líka með líkamlega annmarka.
Þessi ljósmynd lak á Twitter í dag og er fyrsta sýnishornið úr tökunni sjálfri:
Cindy skaut upp á stjörnuhimininnn á áttunda áratugnum, en hún er ein af þekktari ofurfyrirsætum heims og myndaði meðal annars súperteymið með þeim Naomi Campell, Claudia Schiffer og Linda Evangelista, að ógleymdri Christy Thurlington. Hún er ein af hæst launuðustu ofurfyrirsætum sem hefur starfað í bransanum – ekki fullkomið og ófeimin við að koma til dyranna eins og hún er klædd.
Hér má lesa viðtal við Cindy af vef Marie Claire og við segjum ÁFRAM CINDY!
Tengdar greinar:
Kate Moss á bikiní „ófótósjoppuð“ – Myndir
VÁ! Svona var „Photoshop“ á fjórða áratugnum!
„Ég bað hana einlægt um að skrifa ekki um myndirnar, ég væri 23 ára“
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.