Fuzzy stendur tímans tönn – Myndir

Fuzzy kollurinn hefur svo sannarlega staðist tímans tönn en hann var hannaður árið 1972 af Sigurði Má Helgasyni. Ekkert lát virðist vera á vinsældum hans og hefur hann tekið þátt í hinum ýmsu hönnunarsýningum í gegnum árin. Um þessar mundir má sjá kollinn í nýja vestnorræna menningarhúsinu í  Óðinsvéum, Nordatlantisk hus.  Ásamt því sem kanadísk hönnunarverslun í Quebec sýndi honum áhuga og er hann nú þar til sölu.

Kollurinn er lítill og bólstraður með sútaðri lambsgæru og fæturninr eru renndir úr fjölbreyttum viðartegundum. Sigurður hefur líka framleitt kollinn með rennda ál fætur og nýjasta útfærslan af fótunum er úr plexigleri.
Lesa má nánar um Fuzzy kollinn á heimasíðu Sigurðar Más www.fuzzy.is

Frétt frá heimasíðu Handverks og hönnunar

SHARE