Fylltar kjúklingabringur með sveppum og beikoni

Þessi dásamlega uppskrift kemur úr safninu hennar Röggu mágkonu og ég get lofað ykkur því að bragðlaukarnir gleðjast!

Uppskrift:

4 kjúklingabringur

1 box sveppir

hálfur pakki beikon

1 camenbert eða 1 gullostur

Sósa:

1 piparostur

1/2 líter rjóma

1 teningur kjúklingakraft

hvítlaukssalt

pipar

Aðferð:

Sveppirnir og beikoni steikt á pönnu. Helmingur sveppanna teknir frá til að setja í sósuna. Osturinn skorinn í 8 jafnstórar sneiðar.

skorin vasi í bringurnar, 2 ostbitar, smá sveppir og beikon er sett í hvern vasa og bringan krydduð með hvítlaukssalti og pipar.

Sósan útbúin á þann hátt að piparosturinn er bræddur í rjómanum, kjúklingakraftur og sveppir sett út í og hrært í.

Bringunum raðað á eldfastmót, smá af sósunni hellt yfir og bakað við 180 til 200 gráður í ca 40 mín.

Svakalega gott með fersku salati, hrísgrjónum og hvítvínsglasi.

 

SHARE