Fylltar sætar kartöflur – Ótrúlega gott – Uppskrift

 Þessar eru rosalega ljúffengar.

Efni

  • 4 miðlungi stórar, sætar kartöflur
  • 8 beikonsneiðar
  • 1/4 bolli rjómi
  • 1/2 bolli mulinn Parmesan ostur
  • 1 matsk. smjör, skorið í bita
  • 1 matsk. fita af beikoninu
  • 1 tesk. salvía (þurrkuð)
  • 1/2 tesk. gróft salt
  • 1/2 tesk. svartur pipar

 

Aðferð

 

  • Hitið ofninn í 180˚ C.
  • Látið kartöflurnar á plötu og bakið í 1klst. (eða  þangað til þær eru mjúkar) Látið þær kólna þar til þægilegt er að eiga við þær.
  • Steikið beikonið þar til það er orðið stökkt. Haldið eftir 1 matskeið af fitunni en látið beikonið á eldhúsþurrkur. Látið beikonið í bitum í matvinnsluvél, malið og setjið svo í skál ásamt ostinum. Blandið vel saman.
  • Skerið kartöflurar í tvennt, takið innan úr þeim (sjá mynd) og setjið í skál ásamt beikon fitunni, rjómanum, ostinum, smjöri, salvíu, salti og pipar og hrærið saman þar til hræran er létt og mjúk.
  • Skiptið hrærunni jafnt í kartöflubátana 8 og dreifið svo beikon og parmesan ostablöndunni yfir. Bakið í ofni í 15 mín. eða þar til skorpan er brún og stökk.
  • Berið strax fram og njótið vel!
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here