Fyrir og eftir myndir – magaermiaðgerð Kristínar

Næsta laugardag þann 4 apríl eru komnar 7 vikur frá því ég fór í magaermiaðgerð á vegum hei.is til Jelena góra í Póllandi en aðgerðin var framkvæmd á kcmclinic .

Þetta er alveg búið að vera ferðalag og það má lesa um það í öðrum pistli.

Sjá meira: kristin-for-i-magaermi-i-pollandi-allt-um-thad/

Í dag finn ég mikin mun ekki bara hvað varðar þyngd heldur líka heilsufarslega séð.

Sem dæmi þá er ég alveg hætt á öllum blóðþrýstingslyfjum og er með blóðþrýsting eins og unglingur, finn gríðalegan mun á hreyfigetu sem og vellíðan í líkamanum já og sálinni.

Ég var fyrst alveg klikkuð á vigtinni. Vigtaði mig daglega en hætti því eftir góð ráð frá konu sem hafði þekkingu og reynslu.

Ég fór á vigtina fyrir 2 vikum og þá hafði ég lést um 13 kg og fann mikin mun á fötunum mínum.

Lúxusvandi minn í samkomubanni vegna covid 19 er að öll föt hanga utan á mér eins og lufsur þar sem ég er í verndareinangrun með manninum mínum sem er krabbameinssjúklingur svo ég fer ekki í fatabúðir. En hey það er ekkert til að væla yfir ég er bara hér heima í mínum of stóru fötum og hlakka til að komast í fatabúðir að loknu Covid 19, þá verður sko gaman.

Finnst samt óþægilegast að vera í of stórum nærbuxum en það er bara svoleiðis.

Ég var farinn að heyra frá öðrum á 5 viku:

”vá hvað það er mikill munur á þér”

Þannig að ég fékk manninn minn til að taka mynd af mér til að bera saman við myndina sem var tekin fyrir aðgerð og vá já þá sá ég sjálf muninn. Hausinn nefnilega fylgir ekki alveg með!

Ég sá bara sömu bolluna í speglinum alla daga….

Fyrir aðgerð og svo 5 vikum seinna.

Já ég veit ég gleymdi að gera fínt eins og að færa þennan svarta ruslapoka, hehehhe…. en þetta eru engar plat-myndir.

Næstu mynd ætla ég að taka þegar komnar eru 10 vikur!

Mér gengur vel að borða og drekka en þarf að vera mjög meðvituð um að venja mig af gömlum ósiðum eins og að borða hratt og drekka stóra sopa er enn að ströggla þar en fer batnandi.

Ég er mjög sátt við þessa ákvörðun mína og já ég tók hana hratt og framkvæmdi en það varð líka til þess að ég náði að fara áður en Covid 19 tók yfir heiminn!

Ef þú vilt hafa samband og fá meiri uppl. kristinsnorra@kristinsnorra.is

Meira seinna!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here