Fyrir og Eftir svindl: Svo auðvelt er að blekkja augað!

Dularfull fæðubótaefni, megrunarauglýsingar sem lofa öllu fögru og fyrir og eftirtökur af magnþrungnum árangri yngingarmeðala. Ekki trúa öllu sem þú sérð í auglýsingunum og sér í lagi ekki ef Fyrir og Eftir myndir ber fyrir augu þín – nema þú getir rakið sannleiksgildi þeirra og vitir að raunveruleg vinna liggi að baki þeim árangri sem lofað er.

Hér má sjá einfalt og afar áhugavert myndband sem sýnir hvaða áhrif misjöfn lýsing hefur á útlit manna – það er nefnilega ekki alltaf Photoshop sem liggur að baki árangursmyndatöku – heldur einfaldlega breytt lýsing í myndveri.

Sjón er sögu ríkari; svona getur lýsing blekkt augað! 

 

SHARE