Ég fór að fletta í gegnum myndir eins og gengur og gerist. Ég rakst á og skoðaði myndir af syni mínum viku gömlum en þá fór ég með hann í myndatöku.
Mér þykir ofboðslega vænt um myndirnar og hefði aldrei viljað sleppa að fara með hann í þessa töku.
Það sem þarf að hafa í huga áður en farið er í ungbarnamyndatöku er að barnið má helst ekki vera orðið meira en 14 daga gamalt.
Fyrir þann tíma er hægt að móta barnið meðan það sefur alveg eins og dúkku!
Sonur minn var að vísu ekki svo lipur eins og sum börn en fékk þó ómetanlegar myndir og dásamlegt að sjá 9 mánuðum seinna hvað þau þroskast hrikalega mikið.
Mig langaði til þess að sýna ykkur nokkrar myndir af tveimur krílum sem fóru í myndatöku fyrir tveggja vikna.
Guðrún Hrönn á Akureyri er sérhæfður snillingur í þessum tökum enda þolinmæði hennar umtöluð og hæfileikarnir einnig.
Í mínu tilviki kom hún heim til mín og setti upp lítið studio í stofunni en mér fannst það ótrúlega þægilegt að vera ekki að brölta með viku gamalt barn og allt sem því fylgir ásamt lekandi brjóstum og þið vitið hvernig þetta er!
Hér er svo studio-ið sem sett var upp heima