Fyrirburahittingur á Alþjóðlegum degi fyrirbura þann 17.nóvember

Í tilefni af Alþjóðlegum degi fyrirbura þann 17. nóvember mun Félag fyrirburaforeldra halda stóran fyrirburahitting. Fyrirburar á öllum aldri, fyrirburaforeldrar og aðstandendur eru boðnir velkomnir og vonast er til þess að sem flestir sjái sér fært að koma og fagna deginum.

Markmið dagsins er að hittast og eiga góða stund, kynnast og jafnvel hitta gamla vökudeildarfélaga. Jafnframt að vekja athygli á fyrirburafæðingum og málefnum fyrirbura og kynna og efla starfsemi Félags fyrirburaforeldra. Á staðnum verður hægt að skrá sig formlega í félagið sem hefur nú tekið upp félagaskráningu.

Fyrirburaforeldrum stendur til boða út 10. nóvember að senda inn ljósmynd af barninu sínu frá því það var á vökudeildinni og og fá hana prentaða út í stærð A4 fyrir aðeins 1200 kr. Á viðburðinum verður svo í boði að láta ljósmyndara taka mynd af barninu með myndina af sér. Myndirnar á svo að setja saman í stóra hópmynd. (Frekari upplýsingar í foreldragrúbbu fyrirburaforeldra eða á netfanginu drifa@fyrirburar.is).

Þetta verður svokallað Pálínuboð, og allir hvattir til að koma með smáræðis veitingar með sér til að setja á sameiginlegt hlaðborð.

Minnum á grúbbu fyrirburaforeldra:
https://www.facebook.com/groups/fyrirburaforeldrar/

Sjá viðburðinn nánar hérna.

Hægt er að hafa samband við Drífu Baldursdóttur á netfangið drifa@fyrirburar.is ef einhverjar spurningar vakna

SHARE