Það er enginn fullkominn og það kemur fyrir flesta foreldra að vera ósanngjörn og óþolinmóð gagnvart börnum sínum. Það er eðlilegt að þreyta, álag, áreiti og fleira hafi stundum áhrif á hve þráðurinn getur verið stuttur hjá okkur foreldrunum.
Sjá einnig: Hún er að syngja þegar mamma hennar kemur
Ef þú lendir í því að sjá eftir því hvernig þú brást við þá er mjög mikilvægt að viðurkenna mistökin og biðjast afsökunar á því hvernig þú brást við. Auðvitað ættum við að forðast það að sjá eftir því hvernig við bregðumst við, en það er gott að venja sig á það að ritskoða sjálfan sig og jafnvel lærum við foreldrarnir á því ef við viðurkennum mistökin. Segjum fyrigefðu mér og meinum það, knúsum og kyssum þessar elskur og útskýrum hvað var að angra okkur án þess að gera of mikið úr hlutunum þannig að það hræði börnin. Segjum þeim að þau gerðu ekkert rangt og að þetta var ekki þeim að kenna.
Sjá einnig: Stjúpmamma segir frá sinni reynslu: „Þetta er hægara sagt en gert“
Með því að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar þá erum við í leiðinni að kenna börnum okkar sömu hegðun. Þau eru líklegri til að geta horft í eigin barm og beðist sjálf fyrirgefningar. Jafnvel bakkað út úr þrjóskukasti, áttað sig á því að það er enginn fullkominn og að barnið þurfi ekki að láta líta út fyrir að það sé fullkomið.
♥
Mamman er búsett í úthverfi höfuðborgarsvæðissins ásamt eiginmanni og tveimur hressum og heilbrigðum börnum. Mamman mun skrifa um ýmislegt sem við kemur börnum, s.s. uppeldi, hreyfingu, matarvenjur og fleira