Fyrirsæturnar voru farnar að sýna nýjasta tískufatnaðinn á Tískusýningunni í Paris sem haldin var í síðustu viku. Fyrirsætan Hollie-May Saker, sem sögð er vera næsta Kate Moss, var ein af fyrirsætunum sem voru á sýningarpallinum þegar tvær konur frá femínistafélaginu Femen, stukku upp á sýningarpallinn, berar að ofan með slagorð á bringu og maganum. Þær voru þarna í mótmælaskyni og Hollie var ekki skemmt. Hún segir að þær hafi rifið í handlegg hennar og reynt að lyfta pilsi hennar upp þegar hún kýldi þær og hélt svo áfram göngu sinni.
„Bölvuð tíkin, eyðilagði fyrir mér sýninguna og veifaði brjóstunum framan í míg“. Sagði fyrirsætan unga, hún var greinilega ekki sammála málstað kvennanna tveggja og segist sjá eftir því að hafa ekki hrint þeim báðum af pallinum. Konurnar tvær voru fjarlægðar af sviðinu fljótlega eftir atburðinn sem vakti þónokkra athygli.
Hollie-May er 18 ára og hefur unnið við fyrirsætustörf frá því hún var 16 ára. Hún var kvíðin yfir því að fá ákúrur fyrir viðbrögðin en svo var ekki og hún segist ekki ætla að láta þetta trufla ásetning sinn að verða heimsfræg fyrirsæta.
Hún segir:
“Þessar berbrjósa konur hafa ekki hugmynd um hvað felst í vinnu okkar. Þær voru með yfirlýsingar um hóruhús krotaðar á sig.” Segir þessa unga kona, ósátt við kynsystur sínar.