Á síðastliðinn sunnudag var Gucci tískusýning sem gekk vel fyrir sig mestu, en svo kom eitthvað sem enginn hafði búist við. Gucci’s vor/sumar 2020 sýningin var opnuð með rammgerðu hliði og svo komu 21 fyrirsæta, á færibandi, í mismunandi tegundum af spennitreyjum, með dautt augnaráð og bugaða líkamsstöðu.
Sjá einnig: Góður nætursvefn er lykillinn að góðri geðheilsu
Þegar nokkrar konur höfðu farið hjá, kom Ayesha Tan-Jones en hún hafði skrifað í lófa sína: „MENTAL HEALTH IS NOT FASHION“ eða „Geðheilbrigði er ekki tíska“.
Ayesha skrifaði á Instagram hjá sér:
„Ég ákvað að mótmæla á Gucci S/S því ég, og fleiri fyrirsætur, trúum að nóg sé komið af fordómun í kringum geðheilbrigði. Það ber vott um slæman smekk hjá Gucci að nota spennitreyjur og fatnað sem tengist á einhvern hátt andlegum veikindum á sýningunni. Svo var okkur raðað á færiband eins og kjöti á færiband. Að nota erfiðleika annarra til að selja föt í nútíma- kapítalísku umhverfi er dónalegt, ófrumlegt og móðgandi fyrir milljónir manna í heiminum sem hafa orðið fyrir áhrifum andlegra veikinda.“
Heimildir: wmagazine.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.