Fyrirsæturnar drápu í sígarettum í drykkjum Kendall Jenner

Aumingja Kendall Jenner átti ekki sjö dagana sæla á tískuvikunni í New York, en hún var víst lögð í einelti af hinum módelunum. Það var meira að segja drepið í sígarettu í drykkjum hennar.

Kendall leit óaðfinnanlega út á sýningunum í tískuvikunni en hún þurfti að eiga við mikla togstreitu bakvið tjöldin. „Hin módelin þurftu að hafa mikið fyrir því að fá að taka þátt í sýningunum svo þeim fannst ekki sanngjarnt að hún væri þarna“ sagði heimildarmaður In Touch. „Þær voru mjög tíkarlegar við hana og sumar drápu í sígarettum sínum í drykkjum Kendall.“

Kendall hefur verið að reyna að losna við Kardashian stimpilinn meðan hún vinnur að því að skapa sér nafn í fyrirsætuheiminum. Hún hætti að nota eftirnafnið sitt nýlega og notar bara Kendall núna þegar hún situr fyrir.

Kendall sagði frá því að stóra systir hennar, Kim Kardashian, hefði sýnt henni mikinn stuðning og viljað koma á sýningarnar hennar á tískuvikunni. Kendall vildi ekki að hún myndi mæta og bað hana að koma ekki.  

 Tommy Hilfiger Women's - Runway - Mercedes-Benz Fashion Week Spring 2015

SHARE