Heilsa.is sérhæfir sig í að bjóða vörur sem stuðla að heilsu og velllíðan en eru líka með heimasíðu sem er með allskonar heilsutengdum greinum.
Margar konur kvíða þeim tíma mánaðarins þegar þær eru á blæðingum. Þetta eru erfiðir dagar fyrir sumar konur og geta jafnvel sett daglegt líf þeirra úr skorðum. Til eru bætiefni sem gagnast geta við þessum þrautum.
Einkenni:
Fyrirtíðaspenna eru endurtekin óþægindi sem eiga sér stað 1-2 vikum fyrir blæðingar. Einkenni eru t.d. minnkuð orka, spenna, pirringur, þunglyndi, höfuðverkur, breytt kynhvöt, brjóstverkir, bakverkir, þemba og bjúgur á fingrum og ökklum. Talið er að 30-40% kvenna á barneignaraldri þjáist af þessum sjúkdómi og um 10% kvenna fái nokkuð alvarleg einkenni en flestar þó frekar væg einkenni. Í stað þess að gefa lyf við þessum sjúkdómi (eins og Prozac við þunglyndinu eða Valium við spennunni) má fara mun skynsamari leið. Hún felst í því að bera kennsl á orsakirnar og beita viðeigandi meðferð t.d. að borða rétt, taka bætiefni og hreyfa sig. 3
Orsakir:
Vitað er að þessi einkenni koma fram í kringum blæðingar og hljóta þær því að vera orsökin. En hvað er það sem veldur þessu nákvæmlega? Hormón eiga víst orsökina! Tíðahringnum er stjórnað af flóknum víxlverkunum heiladinguls, undirstúku og eggjastokka. Í hverjum mánuði á meðan konur eru í barneign þurfa hormónin að tryggja að aðeins eitt egg losni í einu úr eggjastokkunum og þau þurfa að undirbúa legið fyrir frjóvgun. Til þess að ná þessum markmiðum breytist magn hinna tveggja aðalkvenhormóna, estrógens og prógesteróns, á meðan á tíðahringum stendur. Það eru sem sagt þessar flóknu víxlverkanir sem geta leitt til fyrirtíðaspennu.3
Ráð:
Ýmislegt er til ráða við fyrirtíðaspennu. Fyrir utan hin almennu ráð til þess að halda líkamanum heilbrigðum og sterkum eins og að hreyfa sig, minnka salt- og kaffineyslu, láta minna ofan í sig af sykri og áfengi má fá mikla hjálp með ákveðnum bætiefnum.4
Náttljósarolía
Þessi olía hefur reynst vel við fyrirtíðaspennu. Rannsóknir sýna að konur sem eru illa haldnar af fyrirtíðaspennu skortir yfirleitt efni í líkamann sem nefnt er prostaglandin. Náttljósarolían er auðug af ákveðinni fitusýru, gamma-linolen sýru, en hún er byggingarefni eða næringarefni fyrir þetta prostaglandin. Tilraunir sýna að náttljósarolían gagnast mjög vel gegn fyrirtíðarspennu og er t.d. í Englandi eitt mest notaða náttúruefni gegn þessum leiða kvilla. Olían fæst m.a. í 1000 mg hylkjum og eru notuð 2-3 hylki á dag í 10 daga fyrir blæðingar.5
Kínahvönn (Dong quai)
Í Asíu er þetta næstalgengasta lækningarjurtin á eftir ginsengi. Hún er stundum kölluð kvennajurt og hefur góð áhrif gegn almennum einkennum fyrirtíðaspennu. Hægt er að taka hana inn í hylkjum eða sem te.3 Ekki er óalgengt að konur taki inn 2-3 g af kínahvönn daglega.6
B6 vítamín
Komið hefur í ljós að B6 vítamín virkar vel gegn fyrirtíðaspennu, einkum hefur það áhrif á tilfinningaleg einkenni hennar, þ.e. þunglyndi, pirring og þreytu. Ráðlagðir dagskammtar eru 50-100mg.2
Wild yam
Þessi jurt er sérstaklega góð við krömpum í maga og getur því hentað mörgum konum rétt fyrir eða um blæðingar. Hún inniheldur líka jurtaprógesterónlík hormón og er því algengt að hún sé ráðlögð við fyrirtíðaspennu.1
Kalk
Talið er að kalk sé einföld og áfrifarík leið til að draga úr einkennum fyrirtíðaspennu. Einkenni sem reyndust réna við rannsóknir voru neikvæðar tilfinningar, þemba og sársauki.2 Ráðlagt er að taka um 1000 mg af kalki á dag.3
E vítamín
Þó svo að E vítamín hafi aðallega verið notað til að minnka verki í brjóstum hefur komið í ljós að það hefur einnig áhrif á önnur einkenni fyrirtíðaspennu. Má þar nefna streitu, höfuðverk, þreytu, þunglyndi og svefnleysi. Ráðlagðir dagsskammtar eru 400 ae.3
Heimildir:
- Kolbrún Björnsdóttir. Handbók um lækningajurtir og gagnsemi þeirra. Morgunbl.
- Lazarides, Linda. The Nutritional Health Bible. Thorsons, 1997.
- Murray, M. og Pizzorno, Joseph. Encyclopedia of Natural Medicine.Prima Publishing, 1998.
- http://www.mothernature.com/
- http://www.consumerlab.com/
- http://www.vitaminworld.com/
- Zeitschrift für Phytotherapie, 21.árgangur, 2. tölublað-apríl 2000
Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.