
Hin þokkafulla Amber Rose hefur tilkynnt það að hún og núverandi kærasti hennar, rapparinn Wiz Khalifa eigi von á barni saman. Amber vakti athygli þegar hún var í sambandi með rapparanum Kanye West, en þau voru mynduð mikið saman. Amber hefur reynt fyrir sér sem glamúr fyrirsæta og setið fyrir á djörfum myndum. Hér er fyrsta óléttumyndin af henni, sem hún deildi með aðdáendum á twitter. Glæsileg bumba!