Mirjana Puhar, 19 ára stúlka sem tók þátt í 21 seríu af raunveruleikaþættinum America’s Next Top Model, er látin. Hún var myrt ásamt kærasta sínum, Jonathan Cosme Alvarado, og vini þeirra Jusmar Isiah Goonzaga-Garcia á heimili þeirra í borginni Charlotte í Norður-Karólínufylki seinasta þriðjudag.
Mirjana Puhar
Lögreglan hefur ákært hinn 19 ára gamla Emmanuel Jesus Rangel fyrir morðin, en samkvæmt fréttaflutningi WCNC þekktu fórnarlömbin Rangel. Einnig kemur fram í fréttinni að samkvæmt lögreglu hafi morðin verið eiturlyfjatengd. Meira er ekki vitað um málið að svo stöddu.
Tengdar greinar: