19 ára keppandi í America’s next top model myrt á heimili sínu

Mirjana Puhar, 19 ára stúlka sem tók þátt í 21 seríu af raunveruleikaþættinum America’s Next Top Model, er látin. Hún var myrt ásamt kærasta sínum, Jonathan Cosme Alvarado, og vini þeirra Jusmar Isiah Goonzaga-Garcia á heimili þeirra í borginni Charlotte í Norður-Karólínufylki seinasta þriðjudag.

 

oFui5lyl

Mirjana Puhar

 

Lögreglan hefur ákært hinn 19 ára gamla Emmanuel Jesus Rangel fyrir morðin, en samkvæmt fréttaflutningi WCNC þekktu fórnarlömbin Rangel. Einnig kemur fram í fréttinni að samkvæmt lögreglu hafi morðin verið eiturlyfjatengd. Meira er ekki vitað um málið að svo stöddu.

 

Sjáið meira á nude-logo-nytt1-1

 

Tengdar greinar: 

Sigurvegarar America’s next top model – Hvar eru þær núna?

Innlit í íbúð Tyru Banks á Manhattan

Mel B segir að kynlífið haldi sér í góðu formi

 

SHARE