
Þann 7. Mars opnaði nýr og glæsilegur bar í Austurstræti 8. American bar er skemmtileg nýjung í flóru miðborgarinnar þar sem glæsileiki er hafður að leiðarljósi, en hönnun staðarins er fersk og flott.

Það voru þeir Ingvar Svendsen, Hermann Svendsen og Leifur Welding sem sáu um hönnunina og eins og nafn barsins ber til kynna er sótt í ameríska fyrirmynd.
American bar verður í samstarfi við Dirty Burgers and Ribs sem er að opna við hliðina. Þar á bæ hefur matseðillinn verið poppaður upp í tilefni á samstarfinu þannig að viðskiptavinir American bar fá sjóðheitar veitingar beint frá Dirty Burgers and Ribs.
Smellið á fyrstu myndina til að skoða myndasafnið
Tengdar greinar:
Amerískur Biggest Loser sigurvegari léttist of mikið
Ekta Amerískar súkkulaðibitakökur – Uppskrift
Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.