Þriðji Dunkin’ Donuts staðurinn á Íslandi opnar inni í 10-11 á Shellstöðinni í Hagasmára klukkan 09.00 á morgun, en fyrir má finna Dunkin´ Donuts í Kringlunni og á Laugavegi.
Langar raðir mynduðust þegar fyrstu tveir staðirnir voru opnaðir og því verður spennandi að sjá hversu margir vakna snemma á morgun og skella sér í kaffi og kleinuhring í Kópavoginum.
20 fyrstu viðskiptavinirnir sem mæta í röðina frá ársbirgðir af kleinuhringjum, eða kassa með 6 stykkjum af hringjum, einu sinni í viku í heilt ár. Ekki slæmt það. Nú er um að gera að drífa sig á staðinn og fá fría kleinuhringi í ár!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.