Gæludýrið týndist en fannst eftir 30 ár

Dýr eru oft að týnast og stundum finnast þau aftur og stundum ekki. Það er ömurlegt að lenda í því að týna dýrinu sínu og sérstaklega ef þau finnast aldrei aftur. Þessi saga er samt ólík öðrum því gæludýrið týndist og fannst aftur 30 árum seinna INNI á heimilinu, á lífi.

Það kann að hljóma ótrúlega en þetta gerðist í Rio de Janeiro og gæludýrið heitir Manuela og er skjaldbaka. Fjölskyldan hélt að hún hefði sloppið út af heimilinu þegar verið var að vinna í rafmagninu í húsinu fyrir 30 árum. Mikið var leitað að henni á sínum tíma en fjölskyldan varð svo bara að sætta sig við að Manuela væri farin.

Það var svo ekki fyrr en þegar pabbinn í fjölskyldunni lést og verið var að fara í gegnum eigur hans á háaloftinu að Manuela fannst.

Hún hafði verið á háaloftinu allan tímann og aldrei farið út af heimilinu. Skjaldbökur eru ótrúlega lífseigar og er talið að Manuela hafi lifað þennan tíma af með því að borða termíta og fleiri skordýr sem finnast gjarnan á háaloftum. Þetta kann að hljóma ótrúlega en skjaldbaka getur lifað í einhver ár án þess að borða svo þetta gæti bara alveg hafa gerst.

SHARE