Svín eru yndisleg gæludýr, þvert á viðtekin viðhorf margra. Reyndar eru svín alveg dásamleg og alls ekki sóðalegar skepnur eins og margir halda. Svín eru barngóð, kelin og þau eru blússandi húmoristar líka!
Svínið Perla – eða Pearl – eins og hún heitir á frummálinu, er þannig besti vinur hinnar tveggja ára gömul Libby, sem er elsk á dýr og veit fátt skemmtilegra en að hnuðlast með Pearl litlu, sem virðist hjartanlega sammála í flestu.
.
Mynd: livesweetphotography
Libby og Pearl virðast óaðskiljanlegar og fara þannig flestra ferða sinna saman, þær halda teboð þar sem skrautlegir hattar og stelpufliss kemur við sögu – þær taka gjarna dísæta síðdegislúra saman og sprella öll þessi lifandis ósköp.
Sjá einnig: Litla gæludýra-svínið reyndist vera risavaxið alvöru svín
Móðir Libby heldur úti ljómandi skemmtilegu bloggi þar sem ævintýri Libby og Pearl eru rakin, hún er iðin við að taka upp uppátæki tvíeykisins og birta á YouTube og fjölskyldan heldur úti alveg guðdómlega sætum Instagram reikning, þar sem krúttskammt dagsins má sækja á dimmum dögum.
.
Mynd: livesweetphotography
Á myndunum og myndböndunum sjálfum má sjá hversu sterk tengsl litlu krúttsprengjurnar tvær hafa myndað og gagnkvæmur kærleikurinn leynir sér ekki. Reyndar má vart sjá hvor er elskari á hina – Libby litla sem er tveggja ára gömul eða svínið Pearl, sem er enn barn að aldri talið í svínsárum og eltir stuttfættan og flissandi eiganda sinn hvert fótmál.
.
Mynd: livesweetphotography
Pearl komst í eigu Libby þegar foreldrar litlu stúlkunnar björguðu hinu gæfusama svíni rétt eftir fæðingu – úr vægast sagt skuggalegum aðstæðum – en Pearl var snemmbúin afmælisgjöf fyrir litlu stúlkuna og hafa þær verið algerlega óaðskiljanlegar frá fyrstu stundu.
.
Mynd: livesweetphotography
Ekki að undra að Libby og Pearl skuli hafa slegið algerlega í gegn á netinu – eins guðdómlega krúttlegar og þær eru saman. Bros getur dimmu í dagsljós breytt; hér má sjá Libby og Pearl hnuðlast á góðum degi.
Sjá einnig: Ofursvínið Moritz er fluggáfaður lítill grís
Libby og Pearl eru einnig á Instagram
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.