
Ariana Grande sló öll vopn úr höndum tónleikagesta og gagnrýnenda á nýyfirstöðnum tónleikum þegar hún, öllum að óvörum, kallaði David Foster, lagasmið sjálfrar Whitney Houston upp á svið og tók óaðfinnalega útgáfu af laginu I Have Nothing.
Sjá einnig:
Ariana, sem býr yfir ótrúlegu raddsviði, sagði sjálf að lagið hefði henni lengi verið hugleikið og að sjálfri hefði henni þótt alveg ótrulega skemmtilegt að taka smellinn á karókíbörum hér á árum áður – og við getum ekki annað en látið okkur dreyma um að vera flugur á vegg, trítli Ariana inn á karókíbar í nánustu framtíð.
Magnaður flutningur sem laðar fram hreina gæsahúð – Áfram Ariana!
https://youtu.be/mHF4QkFD28U
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.