Leikkonan Amy Poehler var á dögunum að fljúga á fyrsta farrými þegar hún tók eftir konu sem sat í almennu farrými með ungbarn sem átti í erfiðleikum. Amy stóð upp og bauðst til að skipta um sæti við hana þar sem hún var í tómu basli með barnið, bleiutösku og meiri farangur. Konan neitaði í fyrstu en Amy gafst ekki upp svo auðveldlega og endaði því nánast með að ýta konunni í betra og stærra sæti.
Sjálf settist Amy síðan í hennar sæti og skemmti öðrum farþegum vélarinnar konunglega. Hún tók síðan myndir með farþegunum og spjallaði allt flugið.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.