Gaf móður með ungbarn sætið sitt á fyrsta farrými

Leikkonan Amy Poehler var á dögunum að fljúga á fyrsta farrými þegar hún tók eftir konu sem sat í almennu farrými með ungbarn sem átti í erfiðleikum. Amy stóð upp og bauðst til að skipta um sæti við hana þar sem hún var í tómu basli með barnið, bleiutösku og meiri farangur. Konan neitaði í fyrstu en Amy gafst ekki upp svo auðveldlega og endaði því nánast með að ýta konunni í betra og stærra sæti.

Sjálf settist Amy síðan í hennar sæti og skemmti öðrum farþegum vélarinnar konunglega. Hún tók síðan myndir með farþegunum og spjallaði allt flugið.

amy-poehler-thumbs-up

SHARE