Gaf skít í staðalímyndir í Disney myndum – Vildi láta litlu stúlkuna sína líta upp til alvöru kvenmanna

Jamie Moore, ljósmyndari og móðir frá Texas ákvað, í staðinn fyrir að klæða 5 ára dóttur sína eins og prinsessurnar í Disney myndunum, sem eru að hennar mati óraunverulegar og óheilbrigðar staðalímyndir fyrir ungar stelpur, að klæða hana upp eins og fimm áhrifaríkar konur. Þær Amelie Earhart, Coco Chanel, Susan B Anthony, Helen Keller og Jane Godall urðu fyrir valinu. Hún tók myndir af dóttur sinni klædda og stílíseraða eins og þessar áhrifaríku konur.

Hún segir: “Dóttir mín var ekki fædd með silfurskeið í munninum, hún fæddist ekki prinsessa.” Hún bætir við. “Hún fæddist hinsvegar í landi þar sem hún getur nú kosið, orðið læknir, flugmaður,geimfari eða forseti ef hana langar til þess og það er það sem RAUNVERULEGA skiptir máli.”

Hún segir. “Það eru þúsundir kvenna sem hafa barist (og berjast enn) fyrir jafnrétti um heim allan.” Hún sagðist vilja að dóttir hennar lærði um konur sem hafa breytt lífi hennar til hins betra jafnvel þó hún hafi aldrei kynnst þeim sjálf. Myndaserían kallast “Ekki bara stelpa” og þar sjáum við Emmu, litlu stúlkuna í hlutverki þessara merkilegu kvenna.

 


Coco Chanel

Amelia Earhart var heimsþekktur flugmaður. Hún var fyrsta konan til að fljúga yfir Atlandshafið og önnur í heiminum til að fljúga einsömul yfir það. Hún stofnaði samtökin 99 sem voru samtök kvenna með flugmannsréttindi.

Helen Keller – Bandarískur rithöfundur, fyrirlesari og baráttukona. Hún var bæði blind og heyrnalaus og barðist fyrir réttindum fatlaðra og réttindum kvenna til fóstureyðinga og kosninga – Hún varð vinsæll fyrirlesari og rithöfundur og enn í dag minnist fólk hennar fyrir einstakan dugnað hennar.

Jane Godall er breskur dýrafræðingur og mannfræðingur. Hún er sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir frið. Hún er talinn einn mesti sérfræðingur heimsins um Simpansa og á að baki 45 ára rannsóknarferil á hegðun og fjölskylduböndum villtra simpansa í Tansaníu. Hún hefur unnið að verndun dýra og gefið út fjöldan allan af bókum.

Hér sést Emma þar sem henni er stillt upp eins og Susan B Anthony á gamalli mynd. Susan barðist fyrir réttindum kvenna á 19 öldinni.

Síðasta myndin er svo af Emmu og þessi mynd á að hvetja stúlkur til að leyfa sér að eiga stóra drauma, vegna þess að þú getur látið þá rætast. Á myndinni stendur “Emma for president.” Eða kjóstu Emmu sem forseta.

Frábært framtak!

SHARE