Gáfaðasti hundur í heimi

Stórgáfaður-með stórt hjarta

Það finnst öllum að hundurinn þeirra sé klárasti hundurinn í öllum heiminum! Á því er bara enginn vafi. Hér er ekki verið að tala um hvaða hund sem er heldur um tegund sem margir álíta að sé sú algreindasta allra hunda, nefnilega skoska fjárhundinn/Border Collie (frá landamærunum).

Spáðu í þetta! 

1. Hvaðan er hann?

Hann varð einhvern veginn til við landamæri Englands, Skotlands og Wales og þaðan kemur þetta með landamærin í nafn tegundarinnar.

2. Hann vinnur mikið  

Þetta er sveitahundur og það má bæta því við að betri smalahundar eru bara ekki til. Hann ber það sæmdarheiti með sóma. Hann er ákaflega duglegur og mjög orkumikill. En látið ykkur ekki detta í hug að troða honum inn í litla íbúð í einhverri stórborg.

3. Er hann stjarna í fjölleikahúsi?

Eiginlega ekki. Það þarf að kenna honum og þjálfa hann vel og sjá honum fyrir mikilli hreyfingu. Hann er sko enginn sófahundur! Það er bara gott fyrir eigendurnar því að þeir hressast líka og hugurinn skerpist þegar þeir eru að þjálfa hundinn sinn. Maður hefur á tilfinningunni að skoski fjáhundurinn myndi hjálpa manni að leysa krossgátuna í sunnudagsblaðinu ef hann gæti skrifað.

 

4. Erum við að tala um Lassie?

Sennilega er Lassie frægasti hundur í heimi og hann er af fjárhundakyninu en hann er ekki af sömu fjölskyldu og Skoski fjárhundurinn . Það eru margar fjárhundafjölskyldur og sennilega á Lassie mikinn þátt í að gera fjárhundinn eins vinsælan og hann er.

 

5. Vill hann stjórna öllu og öllum?

Nei, all ekki. En hann er vinnuhundur og þess vegna líður honum best þegar hann er að vinna ( er það ekki eðlilegt?) Hann verður aldrei í biðröð að sækja um vinnu. Hann getur unnið við mjög margt t.d. smalað, dansað, gripið fljúgandi diska, leitað að fólki og tekið þátt í björgunarstarfi. Þú skalt ekki verða hissa þegar hann smalar krökkunum saman og reynir að halda röð og reglu á hlutunum heima fyrir.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here