Sophie Cooper fékk lýtaaðgerðir fyrir rúmlega 1.600.000 krónur frá foreldrum sínum í afmælisgjöf.
Sophie hafði alltaf hatað nefið sitt og flötu brjóstin sín og varð himinlifandi þegar foreldrar hennar buðust til þess að borga fyrir hana lýtaaðgerðir, til þess að breyta lífi hennar.
Aðgerðirnar voru svo framkvæmdar fyrir afmælið hennar svo hún gæti verið fín í afmælisveislunni sinni. Hún segist vera í skýjunum með útkomuna.
„Myndir frá 21 árs afmælinu munu alltaf vera til og það er það seinasta sem ég vil að eiga myndir af mér eins og ég var,“ segir Sophie. „Ég bókaði aðgerðirnar nokkrum mánuðum fyrir afmælið mitt, svo ég yrði búin að jafna mig fyrir afmælið mitt.“
Sophie hafði verið óánægð með útlit sitt í mörg ár, sérstaklega nefið sitt og hafði látið sig dreyma um að láta „laga“ það. „Nefið á mér var risastórt og með stórri bungu í miðjunni. Mér fannst það aldrei passa á andlitið mitt. Brjóstin á mér voru misjöfn og það var ómögulegt að fá brjóstahaldara sem passaði. Þetta var hræðilegt!“ segir Sophie í samtali við DailyMail.