Nú fer að koma að því að jólaskrautið fari aftur ofan í kassa og inn í geymslu eða upp á loft og bíði þar næstu jóla. Ég hef persónulega alltaf sýnt afar lítinn metnað við að koma jólaskrautinu í kassa og ég sé ALLTAF eftir því næstu jól á eftir, þegar ég þarf að finna skrautið til aftur. Það gladdi mig því að sjá þetta myndband þar sem sýnt er hvernig er best að rúlla upp jólaseríum svo þær verði ekki allar í flækju næst.
Sjá einnig: Húsráð: Sjö sniðugar leiðir til þess að nota salt
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.